Um Þulu


Við hjá Þulu höfum þá sýn að með hagnýtingu framsækinna hugbúnaðarlausna, muni viðskiptavinir okkar ná fram hagræðingu í rekstri á sama tíma og þeir veita betri þjónustu.

Markmið okkar er að bjóða heilbrigðisgeiranum fyrsta flokks hugbúnaðarlausnir sem byggja á yfirgripsmikilli sérþekkingu og margra ára farsælli reynslu af útfærslu krefjandi verkefna.

Megin áhersla félagsins er á smíði hugbúnaðarlausna sem gegna lykilhlutverki við meðhöndlun lyfja á heilbrigðisstofnunum.

Lausnir okkar eru þróaðar í nánu samstarfi við kröfuharða viðskiptavini. Í tæp 20 ár höfum við unnið með heilbrigðisstofnunum víða í Evrópu og þróað með þeim framsæknar lausnir sem gera þeim kleift að ná árangri á sínu sviði.

Við höfum átt því láni að fagna að vinna með metnaðarfullum samstarfsaðilum á breiðum grunni svo sem öldrunarheimilum, sjúkrahúsum, apótekum og ráðuneytum heilbrigðismála.

Meðal viðurkenninga sem Þula hefur hlotið má nefna fyrsta sæti á FAST 50 lista Deloitte á Íslandi árið 2015 og nafnbótina National Public Champion í flokki nýsköpunar fyrir árin 2016/2017.

Auk þess hefur Tækniþróunarsjóður í tvígang veitt Þulu styrk til þriggja ára rannsóknar- og þróunarverkefna. Tækniþróunarsjóður hefur einnig styrkt Þulu til sóknar á Bretlandsmarkað.

Viðurkenningar