Alfa

Lyfjaumsjón

Alfa gerir dreifingaraðilum lyfja, apótekum, sjúkrahúsum og öldrunarheimilum kleift að draga úr kostnaði við lyfjaumsýslu en á sama tíma að auka gæði þjónustu. Þetta er gert með því að nýta hugbúnaðarlausnir til styðja við lyfjatengda verkferla.

Skilvirkni

Tíma- & peningasparnaður

Í könnun sem framkvæmd var af viðskiptavini okkar sem rekur 800 rúma sjúkrahús var sýnt fram á tímasparnað sem er ígildi þriggja stöðugilda í sjúkrahúsapóteki og tólf stöðugilda á klínískum deildum spítalans. Könnunin leiddi einnig í ljós að lyfjalagerar á sjúkradeildum minnkuðu um 6-8% og minnkaða fjárbindingu sem því nemur.

Tímasparnaður

  • Sjálfvirkar áfyllingapantanir
  • Aðrir tímafrekir verkferlar skilvirkari
  • Umtalsverður tímasparnaður:
    • Í apóteki
    • Á sjúkradeildum

Bætt birgðahald

  • Apótek fær 100% yfirsýn
  • Minni fjárbinding í lyfjum
  • Hraðari lyfjavelta
  • Minni fyrningar
  • Nóg til en ekki of mikið
  • Færri bráðar pantanir

Annar ávinningur

  • Hagnýting sérhæfðra lausna eykur starfsánægju
  • Alfa nýtir strikamerkingar
  • Alfa er einnig notað til að viðhalda rekstrarvörulagerum sjúkradeilda

Yfirsýn

Rekjanleiki & samskipti

Alfa gerir notendum kleift að hafa fullkomna yfirsýn, þvert á stofnun eða stofnanir sem nýta lausnina. Allar vöruhreyfingar eru skráðar ásamt því sem haldið er utan um aðgerðir notenda.

Fullkomin yfirsýn í apóteki

  • 100% yfirsýn yfir birgðastöðu
  • Bestun á tíðni afhendinga
  • Fullur rekjanleiki
  • Sjúkradeildir kvitta rafrænt fyrir móttöku sendinga
  • Öflugur stuðningur til að besta pöntunargildi, byggt á upplýsingum um notkun

Öflugt verkfæri fyrir sjúkradeildir

  • Yfirsýn yfir pantanir í gangi
  • Notendur á deildum geta leitað að lyfjum eða öðrum vörum þvert á stofnun
  • Skýrt yfirlit yfir útskipti sem apótek framkvæmir með samheitalyfjum

Bætt samskipti

  • Formföst samskipti
    • Milli deilda
    • Milli apóteks og deilda
  • Skilvirkar tilkynningar um birgðaskort
    • Útskýringar á orsök og áætluðum úrbótum
    • Tillögur að tímabundnum lausnum

Öryggi

Aðgengi & áreiðanleiki

Alfa stuðlar að auknu öryggi

Traust aðgengi

  • Notkunarsaga nýtt til að fínstilla pöntunargildi
  • Sjálfvirkar pantanir minnka líkur á birgðaþurrð á deildum
  • Ef lyf vantar á deild er auðvelt að finna næstu aflögufæru deild innan stofnunar

Öryggi

  • Fullur rekjanleiki á vörum
  • Stillanlegar aðgangsstýringar
  • Aðgerðir notenda rekjanlegar
  • Stuðningur við tiltekt lyfja, t.d. útskiptingu með samheitalyfjum
  • Sérstök eining sem styður eftirlit með eftirritunarskyldum lyfjum

Þrautreynd tækni

  • Alfa er áreiðanleg hugbúnaðarlausn, hönnuð með rekstraröryggi í huga
  • Alfa hefur verið í farsælum rekstri í stórum sem smáum uppsetningum síðan 2008
  • Alfa er 100% veflausn

Sveigjanleiki

Alfa hentar alls staðar

Mikilvægur eiginleiki Alfa lausnarinnar felst í því að hún er frá upphafi hönnuð til að samþætta við aðrar lyfjatengdar lausnir. Þetta gerir stofnunum kleift að velja hentugustu lausn á hverju sviði og láta þær vinna saman sem eina heild. Þessi nálgun gerir einnig uppfærslu eða útskiptingu á einstökum kerfum einfaldari.

Apótek / vöruhús

  • Alfa getur unnið með fleiri en eina birgðageymslu eða birgðakerfi
  • Birgðageymslurnar geta verið hefðbundnir hillulagerar eða sjálfvirk skömmtunarvélmenni (stakskömmtun / fjölskömmtun)
  • Alfa þarf einungis að tengjast birgðakerfi apóteks til að færa notendum mikinn ávinning
  • Til að ná frekari ávinningi er hægt að samþætta við annarskonar lausnir s.s. fjárhagskerfi

Lyfjageymslur deilda

  • Alfa veitir fjölþættan stuðning við verkferla í lyfjaumsýslu á deildarlagerum
  • Alfa hentar einnig vel í þeim tilfellum þar sem tiltínsla lyfja er skráð í kerfi frá þriðja aðila, eða þar sem sérhæfðir sjálfvirkir lyfjaskápar eru notaðir
  • Fjöldi stofnana notar Alfa til að panta almennar rekstrarvörur inn á deildir

Sveigjanleiki í uppsetningu

  • Alfa á jafn vel við í stórum sem smáum verkefnum
  • Uppsetning og innleiðing lausnarinnar tekur mið af þörfum hverju sinni
  • Dæmi:
    • Einföld uppsetning með einu apóteki og einu sjúkrahúsi
    • Flóknari uppsetning þar sem Alfa þjónar mörgum apótekum og mörgum stofnunum
    • Annars konar uppsetning þar sem birgjar nota Alfa til að hafa eftirlit með fjölda stofnana og sjá um að viðhalda deildarlagerum