Þjónusta okkar

Þula veitir eftirfarandi þjónustu við útfærslu verkefna:

 • Útfærsla á hugbúnaðarlausnum fyrir heilbrigðiskerfið, allt frá greiningu til þróunar og innleiðingar.
 • Samtengingu og samþættingu ólíkra hugbúnaðarlausna í heilbrigðiskerfinu.
 • Viðhald og þjónustu á heilbrigðislausnum samkvæmt þjónustusamningum.

Þula starfrækir þjónustuborð þar sem haldið er utan um þjónustubeiðnir og úrlausnir þeirra.

Þula veitir meðal annars eftirfarandi ráðgjafaþjónustu:

 • Sérfræðiþjónustu í tengslum við greiningu, þróun og prófanir á heilbrigðistengdum hugbúnaðarlausnum.
 • Ráðgjöf í tengslum við hagnýtingu á klínískum lyfjaþekkingargrunnum.
 • Aðstoð og þjónustu við rekstur hugbúnaðarlausna.

Meðal helstu innlendra samstarfsaðila má nefna:

 • Landspítalann
 • Lyfjaver
 • Öldrunarheimili Akureyrarbæjar

Við útfærslu verkefna síðustu árin hefur Þula unnið með ýmsum norskum og alþjóðlegum aðilum. Má þar nefna:

 • Norska Heilbrigðisráðuneytið
 • Samtök norskra sjúkrahúsapóteka (Sykehusapotekene)
 • Helse Vest IKT
 • Hemit
 • EVRY
 • Norsku lyfjastofnunina
 • Siemens
 • DIPS
 • Sykehuspartner
 • CompuGroup Medical
 • Swisslog
 • HealthTech