Velkomin á vef Þulu

Þula ehf er öflugt ráðgjafafyrirtæki sem býr yfir sérfræðiþekkingu og mikilli reynslu af þróun rafrænna heilbrigðislausna og samþættingu hugbúnaðarkerfa á því sviði.

Á síðustu 10 til 15 árum hafa sérfræðingar Þulu einbeitt sér að hönnun, þróun, viðhaldi og þjónustu á veigamiklum lausnum fyrir heilbrigðisstofnanir í Hollandi, Danmörku, Noregi og á Íslandi.

Gæði og áreiðanleiki lausna Þulu voru undirstrikuð árið 2015 þegar félagið hafnaði í efsta sæti „Technology Fast50“ lista Deloitte á Íslandi.

Lyfjaumsýsla, birgðastýring lyfja og rafrænar sendingar á heilbrigðis-upplýsingum eru okkar sérsvið.

Sérfræðingar Þulu hafa yfirgripsmikla reynslu frá yfir 20 verkefnum og hugbúnaðarkerfum á þessum sérsviðum.

Síðastliðin 7 ár hefur Þula bætt við sig einstakri sérþekkingu með þátttöku í stórum verkefnum fyrir norska heilbrigðiskerfið.

Þula vinnur einnig að þróun lausna fyrir aðra markaði, m.a. með styrk frá Tækniþróunarsjóði.

Sérfræðingar Þulu leggja áherslu á sveigjanleika, áreiðanleika og viðbragðsflýti við úrlausn verkefna.

Þessi gildi, ásamt reynslu okkar og einstakri sérþekkingu, gera Þulu að fyrsta flokks framleiðanda á sviði rafrænna heilbrigðislausna og ráðgjafar á því sviði

Gildi Þulu eru samofin starfseminni þar sem unnið er eftir sveigjanlegri aðferðafræði í hugbúnaðarþróun og áhersla er lögð á hreinskiptin samskipti við viðskiptavini.

Þula er á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki.