Reynsla okkar

Þau verkefni sem sérfræðingar Þulu hafa fengist við að útfæra á sviði heilbrigðistengdrar upplýsingatækni spanna eftirfarandi virkni og tæknileg viðfangsefni:

  • Ávísanir lyfja, tiltekt og gjafir.
  • Stuðning við klíníska ákvarðanatöku, s.s. samheitaútskipti og viðvaranir vegna milliverkana.
  • Örugg rafræn samskipti með heilbrigðisupplýsingar af ýmsu tagi s.s. læknabréf, bólusetningar og lyfjaávísanir svo eitthvað sé nefnt.
  • Útfærsla á öruggum innviðum skeytamiðlunar á heilbrigðisupplýsingum, notað af öllum heilbrigðisstofnunum á Íslandi.
  • Notkun staðla s.s. ebXML, HL7 og e-resept (í Noregi) við skeytasendingar.
  • Meðhöndlun rafrænna auðkenna við undirskrift og dulkóðun skeyta.
  • Lyfjaumsýsla (logistics) á sjúkrahúsum og sjúkrahúsapótekum, sem meðal annars styður verkferla í sjúkrahúsapótekum og lyfjabúrum sjúkrahúsa og gefur t.d. möguleika á fullkomnum rekjanleika lyfja.
  • Klínískir lyfjaþekkingargrunnar og hagnýting þeirra við meðhöndlun lyfja á mismunandi hátt, svo sem við ávísun lyfja út frá virkum efnum, samheitalyfjum og pakkningum.