Þekking okkar

Sérfræðingar Þulu hafa yfir 100 ára samanlagða reynslu á sviði heilbrigðistengdrar upplýsingatækni. Þessi reynsla hefur áunnist með útfærslu á yfir 20 veigamiklum hugbúnaðarlausnum og verkefnum.

Við höfum leyst krefjandi verkefni fyrir sjúkrahúsapótek, sjúkrahús og heilsugæslu ásamt því að vinna fjölda samþættingarlausna á þessu sviði svo sem fyrir lyfjaávísanakerfi, fjárhagskerfi, birgða- og pantanakerfi, sem og róbóta sem skammta lyf.

Sérfræðingar Þulu hafa áunnið sér verðmæta reynslu við úrlausn stórra og krefjandi verkefna fyrir norskan heilbrigðismarkað frá árinu 2007.

Við höfum mikla reynslu af rafrænum lyfjafyrirmælum og skeytamiðlun á því sviði, notkun snjallkorta og rafrænna auðkenninga, hagnýtingu klínískra lyfjagrunna og samþættingu við fjölda hugbúnaðarlausna og rafrænna þjónusta, svo sem lyfseðlagátt og miðlægt lyfjakort, sjúkraskrárkerfi, birgðakerfi apóteka og sjúkratryggingar.

Síðastliðin 10 til 15 ár hafa sérfræðingar Þulu með skipulögðum hætti unnið að hönnun og útfærslu á mikilvægum og viðamiklum hugbúnaðarlausnum víða í Evrópu.

Þó að höfuðstöðvar félagsins séu á Íslandi hafa stærstu verkefnin á síðastliðnum árum að mestu verið fyrir norskan heilbrigðismarkað. Þjónusta er ýmist veitt af starfsmönnum okkar í Noregi eða af sérhæfðu starfsfólki á Íslandi.