Starfsemi okkar

Þula er einkahlutafélag stofnað árið 1988 sem ráðgjafafyrirtæki á sviði upplýsingatækni.

Árið 2011 fékk Þula til liðs við sig reynslumikinn hóp sérfræðinga í þeim tilgangi að beina starfsemi félagsins að þróun rafrænna heilbrigðislausna og nýta þannig sérþekkingu hópsins á norskum heilbrigðismarkaði og heilbrigðislausnum almennt.

Okkar markmið er að veita viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu á sviði heilbrigðistengdrar upplýsingatækni, byggt á áralangri reynslu og góðum árangri við útfærslu hugbúnaðarverkefna og samþættinga.

Mestur hluti starfsemi Þulu í dag snýr að þjónustu við norskan heilbrigðismarkað. Meðal stærstu viðskiptavina eru Heilbrigðisráðuneytið í Noregi og samtök norskra sjúkrahúsapóteka.

Aðalskrifstofa félagsins er á Akureyri en minni skrifstofa er starfrækt í Osló. Starfsmenn félagsins vinna jöfnum höndum á Íslandi og í Noregi.

Vinsamlegast fyllið út fyrirspurnarformið á þessari síðu ef frekari upplýsinga er óskað. Við munum svara þeim eins fljótt og auðið er. Upplýsingar um aðrar samskiptaleiðir má finna neðst á síðunni.